Skýrsla um sjúkrahúsmál

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 10:48:08 (1539)

[10:48]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Það er í þessari skýrslu rætt um fleira en Austurland þó það sé veigamikill þáttur. Ég vil nú biðja menn að vera ekki með neina skelfingu og stilla sig. Þetta er kontóristaskýrsla sem þarna hefur verið búin til. Það hefur verið reiknaður út fjárhagslegur sparnaður. Það er að vísu ekki tekinn inn einn veigamikill þáttur í þennan sparnað, þ.e. mannslíf eru ekki lögð til verðs og vafalaust þá orsakaði þessi skýrsla, ef af framkvæmdum yrði, mannfall á vissum svæðum á landsbyggðinni.
    Það hefði að vísu verið betra að mínum dómi að hæstv. heilbrrh. hefði verið búinn að binda sig

meira í þessa skýrslu og lýsa yfir stuðningi og gera þetta að prógrammi sínu því það góða við núv. hæstv. heibrrh. er það að hann tekur yfirleitt aftur sínar fyrri ákvarðanir. Þessari skýrslu ber að veita viðeigandi viðtökur. Það er ekki þingmeirihluti fyrir þessum skipulagsbreytingum. Ég treysti því að hæstv. heilbrrh. taki þessa skýrslu og stingi henni undir stól. Hann er búinn að taka aftur aðrar ákvarðanir sínar nema þetta með biðlaunin, að hann hefur ekki krafið Hafnarfjaðarbæ um biðlaun fyrir þá tvo mánuði sem hann átti eftir.