Skýrsla umboðsmanns Alþingis

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 11:54:47 (1555)

[11:54]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Vegna þess að hæstv. fjmrh. talaði einungis um hluta þess máls sem tekið er á í þeirri þáltill. sem rædd var hér áðan, þ.e. það að hann sagði að í undirbúningi væri breyting á lögunum um aukatekjur ríkissjóðs en nefndi ekki hvernig miðaði endurskoðuninni á gjaldtöku ríkisstofnana sem líka er samþykkt í þessari þingsályktun og ég veit að var ekki komin af stað að neinu marki í ráðuneytinu fyrir að minnsta kosti rúmum mánuði síðan, þá langar mig til að óska eftir því að hæstv. ráðherra geri þinginu grein fyrir því og það er full ástæða til þess vegna umræðunnar sem hefur farið hér fram að það komi skýrt fram hvort verið er að vinna að þessum málum, nákvæmlega þeim málum sem umboðsmaður Alþingis var að gera athugasemdir við í sinni skýrslu.