Skýrsla umboðsmanns Alþingis

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 15:24:41 (1592)

[15:24]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Frú forseti. Þar sem við erum að ræða hér meðferð mála og vandaða meðferð mála þá finnst mér að ég verði að gera þá athugasemd við ræðu hv. síðasta ræðumanns að hún var alls ekki andsvar við minni ræðu. Það fer mjög illa á því að nota þann rétt sem menn hafa samkvæmt þingsköpum til að veita andsvör og veitast að hæstv. utanrrh. eftir ræðu sem ég hef hér flutt.