Landbúnaðarþáttur GATT-samningsins

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 17:32:16 (1615)

[17:32]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Á títtnefndum upplýsingafundi skrifar blaðamaður, væntanlega eftir ráðherra, það er að vísu ekki í gæsalöppum, að í utanrrn. telji menn engar líkur á að þessi krafa Íslands, þ.e. um magntakmarkanirnar, verði samþykkt og því sé hér í reynd um marklausa kröfu að ræða.
    Í öðru lagi segir blaðamaðurinn: En því var utanrrh. andvígur. Það var um tollígildin. Hann féllst hins vegar á að halda þessari kröfu inni í tilboðinu gegn heiðursmannayfirlýsingu frá Halldóri Blöndal um að þessi heimild yrði aldrei notuð. Og þá sjáum við nú hver hefur unnið. Hins vegar er það drengilegt eins og von var hjá hæstv. utanrrh. að bera blak af hæstv. landbrh. Hæstv. landbrh. bar blak af hæstv. utanrrh. í sumar og hann er kannski að borga svínsbóginn.