Tilkynning um utandagskrárumræðu

40. fundur
Mánudaginn 22. nóvember 1993, kl. 15:03:04 (1663)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti minna á, eins og reyndar hefur verið tilkynnt, að hér munu fara fram tvær utandagskrárumræður skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapalaga, þ.e. hálftíma umræður. Það er annars vegar að beiðni hv. 4. þm. Austurl., Hjörleifs Guttormssonar, um breytingar á sjúkrahúsmálum og hins vegar að beiðni hv. 10. þm. Reykv., Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um rekstur leikskóla á vegum sjúkrahúsanna.