Veiting ríkisborgararéttar

40. fundur
Mánudaginn 22. nóvember 1993, kl. 15:06:22 (1664)

[15:06]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er gert ráð fyrir því að veita 30 tilgreindum einstaklingum ríkisborgararétt. Þeir uppfylla allir þau skilyrði sem hv. allshn. hefur sett varðandi veitingu ríkisborgararéttar. Að venju er gert ráð fyrir því að flytja tvö þingmál af þessu tagi á þessu þingi, annað sem afgreitt yrði nú fyrir jólaleyfi og hitt á vorþinginu.
    Ég legg svo til, frú forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.