Sala ríkisins á verðbréfum og spariskírteinum

41. fundur
Mánudaginn 22. nóvember 1993, kl. 16:59:37 (1705)


[16:59]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Mér sýnist að það hafi verið haldið einstaklega klaufalega á málum þennan dag af hálfu ríkisstjórnarinnar, hvort sem fjmrh. er ábyrgur fyrir þessu eða ekki. Ég vil vekja athygli á því að í kvöldfréttum sjónvarpsins daginn áður eru höfð eftir hæstv. viðskrh. ummæli sem ómögulegt er að skilja öðruvísi heldur en sem tilkynningu um það að vextir muni breytast daginn eftir og það er vitnað til ávarps hans á mannvirkjaþingi þennan sama dag, þ.e. 28. okt. og fréttamaður spurði annan fréttamann og hefur skýrum störfum eftir hæstv. viðskrh. að vextir muni lækka daginn eftir.