Tekjustofnar sveitarfélaga

42. fundur
Þriðjudaginn 23. nóvember 1993, kl. 16:10:34 (1770)


[16:10]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 2. þm. Vestf. tók að nokkru leyti af mér ómakið en í 10. gr. þessa frv. segir að í þessu ákvæði til bráðabirgða sé sveitarfélögum veitt heimild o.s.frv. Ég vil nú inna hæstv. fjmrh. eftir því hvort hann líti svo á að þennan skattstofn eigi að fella út eftir árið og með hverjum hætti eigi þá að mæta því, hvort sveitarfélögin eigi þá að bera það tekjutap. Ég kom inn á það í ræðu minni hér áðan áður en hæstv. fjmrh. kom að aðfarir hæstv. ríkisstjórnar í þessu efni minntu mig á mann sem henti börnunum sínum í konuna sína þegar þurfti að skipta á þeim. Þessum óhreina krógi Sjálfstfl., skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði --- þykist nú hæstv. fjmrh. hafa komið yfir á hæstv. félmrh. ( Gripið fram í: Fyrir fullt og allt.) Hvort það er fyrir fullt og allt, það væri gaman að heyra álit hæstv. fjmrh. á því.