Hæstiréttur Íslands

43. fundur
Miðvikudaginn 24. nóvember 1993, kl. 15:07:46 (1826)


[15:07]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. 9. þm. Reykv. beindi nokkrum orðum til þess sem hér talar út af ræðu sem ég flutti hér áðan og sagði að menn mættu ekki vera svo heilagir að hér mætti ekki tala um hlutina eins og þeir væru og að menn þyrftu helst að tala latínu. Nú er það svo að ég hef aldrei lært latínu þannig að það kemur nú ekki til að ég tali hana hér úr þessum ræðustól, en, virðulegur forseti, ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta nema það að ræða hv. þm. var nánast frá upphafi til enda staðfesting á þeim varnaðarorðum sem ég hafði hér uppi í minni tölu áðan.