Hæstiréttur Íslands

43. fundur
Miðvikudaginn 24. nóvember 1993, kl. 15:08:33 (1827)


[15:08]
     Flm. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er galli við þennan dagskrárlið að það skuli alltaf vera sagt: svarar. Ég hafði ekki endilega hugsað mér að svara hv. þm., hins vegar að vekja athygli hans á því að hann hefur flutt þannig ræðu að það er ekki hægt að svara henni. Það er hægt að bera svonalagað á hvern sem er en það er útilokað að bera það af sér og hv. þm. veit að þar með er það ódrengilegt.