Lánskjör og ávöxtun sparifjár

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 12:41:43 (1870)


[12:41]
     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að þetta hafi verið réttmæt ábending að þetta sé afar óhagstætt fyrir íslenskt efnahagslíf ef þessi hópur sem er á besta aldri hefur ekkert það umleikis að hann geti lagt eitthvað af mörkum við það að byggja upp framleiðslu í landinu. En vegna þess að við vorum hér í andsvörum að tala um ábyrgð og ég var að segja hér frá því sem Gunnar Birgisson, formaður stjórnar Lánasjóðs ísl. námsmanna, sagði á fundi með námsmönnum, þá hlýtur auðvitað að vakna sú spurning í framhaldi af því: Hvernig ætla stjórnvöld sem hafa búið svona um hnútana að axla þá ábyrgð? Hvernig ætla þau að axla ábyrgðina á þessu gagnvart þessu fólki? Sú spurning vaknar óneitanlega. Ég hlýt auðvitað að spyrja þá sem

eru í ríkisstjórn núna að þessu, en þeir eru afskaplega fáir hér inni, því miður.