Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 16:16:29 (1908)


[16:16]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Ég vil aðeins að það komi skýrt fram að ég hef ekki sakað neina sem standa í útgerð og fiskvinnslu á Íslandi um glæpastarfsemi, hins vegar sagði ég að því kerfi sem hv. Alþingi hefur lögleitt í landinu mætti líkja við leyfi til skipulagðrar glæpastarfsemi sem viðgengist undir verndarvæng einræðisríkisstjórnar.
    En það sem ég ætlaði til viðbótar að segja var það að Kristján Ragnarsson sagði eftirfarandi orð, ég ætla bara að endurtaka þau vegna þess sem hv. þm. sagði áðan, með leyfi forseta:
    Fréttamaðurinn spurði: ,,En vegna þess að kvóti er nú afskrifaður og eignfærður í bókhaldi útgerðarfyrirtækja, má þá ekki draga þá ályktun að kvótinn sé sannarlega eign útgerðarmanna?`` Þá svarar Kristján: ,,Ég held að það verði að líta svo á miðað við þessa niðurstöðu en hér er þó eingöngu verið að ræða um þennan hluta aflaheimildanna.`` --- Þ.e. þann hluta sem menn hafa keypt.