Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 16:17:55 (1909)


[16:17]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég ætlaði ekki að ræða það sem Kristján Ragnarsson sagði vegna þess að það skiptir engu máli í þessu, ekki nokkru einasta máli. En varðandi samþykktina og glæpastarfsemina, samþykkt þessarar löggjafar sem nú er við lýði og þá glæpastarfsemi sem af henni hefur hlotist, það sagði hv. þm. áðan, þá hljóta þeir að vera glæpamenn að mati hv. þm. sem samþykktu þessi lög.