Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 17:12:42 (1922)


[17:12]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að endurtaka það sem ég sagði hér áðan að forsendan fyrir því að þessi viðskipti eiga sér stað er að fyrirtækin sem hafa þarna kvóta, sem ég er ekkert að gera athugasemdir við, það er eðlilegt að þau hafi kvótann, en forsendan er sú að útgerðarfyrirtækin neyðast til þess að selja aflann á óeðlilegu verði og það er forsendan fyrir þessum mikla hagnaði sem Skagfirðingarnar hafa náð í þessum rekstri.