Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 19:10:33 (1943)


[19:10]
     Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Pálmi Jónsson er einn af varaforsetum þingsins og hann hefur sagt þegar hann hefur setið í forsetastól að sá sem situr í stóli forseta er forseti og aðrir ekki. Ég bar hér fram spurningu til hæstv. forseta og óska eftir því að henni verði svarað. Hvaða reglur gilda um það hvort við óskum þingmanna verði orðið um að sækja til þingfundar tiltekinn ráðherra sem óskað er eftir?