Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 19:11:43 (1945)


[19:11]
     Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Ég óska eftir því að hæstv. forseti útskýri það örlítið nánar fyrir okkur hvernig þær reglur um það að kalla megi hæstv. ráðherra til umræðu eru. Mér fannst að svar hæstv. forseta snúa einungis að því hvaða ráðherra var beðinn að vera hér við umræðuna allan daginn en síðan komu fram óskir hv. 5. þm. Vestf., og reyndar fleiri ef ég man rétt, um að hæstv. fjmrh. yrði kallaður til umræðunnar. Það er um þá ósk sem við erum að ræða hér, ekki mína ósk um það að hæstv. sjútvrh. yrði viðstaddur umræðuna, sem hann var, heldur um þá ósk hv. 5. þm. Vestf. að hæstv. fjmrh. yrði hér viðstaddur.