Skattlagning aflaheimilda

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 19:13:34 (1947)


[19:13]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Þegar ég kom inn á þing til setu 1979 gerðist það mjög oft að þingmenn óskuðu eftir viðveru ráðherra. Það helgaðist af því að umræðan hafði gjarnan þróast á þann veg að það kallaði beinlínis á viðveru viðkomandi ráðherra til að fá nánari skýringar á því sem fram fór. Sá sem fyrstur hóf það mál að eðlilegra væri að fjmrh. væri hér við var undir þessum kringumstæðum hæstv. sjútvrh. Sá sem fastast allra hefur sótt það mál að láta sækja ráðherra er núv. samgrh. Ég tel að þó að forseti svari þessu ekki nú, þá hljóti það að vera eðlilegt að þingmenn fái skýr svör við því hvaða reglur núv. forseti vill verja í þessu sambandi og að það hljóti að helgast af því að það er ætlast til þess að menn sitji þingfundi nema

þeir hafi óskað eftir fjarvistarleyfi.