Fundur í Þingvallabænum 1. desember

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 13:38:54 (1998)


[13:38]
     Björn Bjarnason :
    Herra forseti. Vegna þessa máls vil ég láta þess getið að þetta fundarboð var ekki rætt við mig áður en það birtist í blöðum og ekki heldur rætt við Þingvallanefnd. Ég tel að þjóðgarðsvörður hafi fulla heimild til þess að ráðstafa því húsnæði sem hann ræður yfir á Þingvöllum í því skyni sem hann telur skynsamlegast og það sé ekki á verksviði Þingvallanefndar að gefa þjóðgarðsverði fyrirmæli um það hvernig því húsnæði er ráðstafað. Þarna er verið að ræða um það að efna til fundar með íbúum í Þingvallahreppi og ef ekki er í annað hús að venda, þá finnst mér eðlilegt að hægt sé að nota þann hluta af húsnæði þjóðgarðsvarðar sem notaður er til opinberra funda ef tilefni þykir til þess að menn komi þar saman til funda á staðnum.