Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 16:28:21 (2021)


[16:28]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :

    Ég andmæli þessu því að í raun eru skattþrepin þrjú. Það er 0%, 14% og 24,5% þannig að ég bið fólk að átta sig á því.
    Í öðru lagi var hér fyrr í dag að ræða um þessi mál hv. þm. sem sat áður í ríkisstjórn og hann hældi sér af því að á sínum tíma hefði þáv. ríkisstjórn greitt niður matvælin í það sem samsvaraði 14% skatti þannig að í raun og veru hefur sá hinn sami þingmaður lýst því yfir að hann hafi tekið fyrstu skrefin í þá átt að færa skattprósentuna í 14 stig. Ég ætla ekki að reyna að stela þeim heiðri frá honum.