Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 16:28:29 (2022)


[16:28]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Skattþrepin eru þrjú. Það er auðvitað alveg rétt. En þær vörutegundir sem eru í 14% skatti og jafnframt þau fyrirtæki sem þurftu að taka það á sig á þessu ári eins og ég rakti, þ.e. orkuveiturnar, blaðaútgáfurnar og fjölmiðlafyrirtækin eru líka með innskatt upp á 24,5%. Ýmsar vörutegundir og þjónusta sem þessi fyrirtæki kaupa er með 24,5% þannig að það er búið að rugla þessu öllu saman áður en þessi ákvörðun lá fyrir núna.