Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 16:46:08 (2033)


[16:46]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um fundarstjórn) :

    Virðulegur forseti. Ég ætla að bera fram bara eina spurningu og hún er sú: Heyrði ég rétt, bæði hjá virðulegum forseta og hv. 4. þm. Reykn., að hluti af nýjum starfsháttum Alþingis eftir breytt þingskapalög í haust ætti að vera sá að þingmenn þyrftu að tilkynna það fyrir fram hvaða einstaka ráðherra menn gætu þurft að ræða við þann daginn? Þetta finnst mér ekki vera í anda þess sem við þingmenn hefðum viljað með þessum breytingum. Hins vegar er þetta fullkomlega í anda þeirra vinnubragða sem núv. hæstv. ríkisstjórn viðhefur gagnvart Alþingi.