Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 16:48:18 (2035)

[16:48]
     Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Það hefur komið hér fram eins og þeir vita sem hér eru inni að óskað hefur verið eftir viðveru þriggja ráðherra auk hæstv. fjmrh. Forseti hefur gert ráðstafanir til þess að koma þeim boðum til þeirra. Ég tel eðlilegt að forseti fresti þessari umræðu þar til ráðherrarnir eru komnir til fundar. Það hefur varla mikinn tilgang fyrir þingmenn að tala og flytja sínar ræður sem þeir hugsa og ætla tilteknum ráðherrum að hlýða á en gera það áður en þeir koma til þingfundar. Ég tel því eðlilegt að fyrst forseti hefur á annað borð orðið við því að kveðja þessa ráðherra til fundar að fresta umræðunni þangað til þeir eru komnir.