Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 17:09:35 (2039)


[17:09]

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Auðvitað er það alveg rétt að ástandið á leigumarkaðinum er aðeins annað en það hefur verið. Samt er það svo að leiguíbúð hér á Reykjavíkursvæðinu sem er við segjum 40 til 50--60 fermetrar er núna á bilinu 30--40 þús. kr. á mánuði. Það er ofboðsleg húsaleiga fyrir manneskju sem er með 50--70 þús. kr. í tekjur á mánuði þannig að þetta leysir ekki vanda þessa fólks sem hér var sagt. Það er út af fyrir sig rétt að það er gerð tilraun til þess í þessum formúlum hér að breyta vaxtabótunum nokkuð. Þó er það svo að það er enn þá gert ráð fyrir því að hjón með 7 millj. kr. tekjur en eignir undir 4,9 millj. fái vaxtabætur. Það finnst mér rausnarlega að verki verið. Það verð ég að segja.