Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 17:55:42 (2050)

[17:55]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Nú vil ég að gefnu tilefni, þar sem einstakir hæstv. ráðherrar hafa í dag talið að það nægði að þeir sinntu sinni skyldu, að vera við þessa umræðu, með því að reka hér rétt inn nefið og hverfa svo á braut, fara fram á það við virðulegan forseta að þeir ráðherrar sem hafa tekið til máls í þessari umræðu á svo tilþrifamikinn hátt, eins og hæstv. samgrh. gerði hér áðan og fór um víðan völl um skattamál, bæði núv. og fyrrv. ríkisstjórna, að um leið og ég bið um orðið aftur í þessari umræðu þá sitji þeir og fylgist með þeirri umræðu áfram.