Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 18:37:21 (2059)


[18:37]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. verði að skola eyrnasneplana. Ég kannast ekki við að hafa verið að ásaka kerfiskarla um eitt né neitt. Ég sagði það að við gætum vel fylgt eftir slíku kerfi með fleiri þrepum í virðisaukaskattskerfinu. Ég gagnrýndi ekkert kerfiskarlana sem slíka. Ég gagnrýndi þá sem segja: Við getum þetta ekki. Ég tel að við séum fullfær um það og það er það sem ég var að gagnrýna en alls ekki kerfiskarlana.