Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 21:16:23 (2112)


[21:16]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hæstv. samgrh. er alveg snillingur í útúrsnúningum. Í gær spurði ég hann kurteislegra spurninga í spurningatíma um Egilsstaðaflugvöll og gat ekki svarað fyrir mig. Þá sagði hann eitthvað á þá leið að ég væri að finna að þeim framkvæmdum sem hefðu verið gerðar á Egilsstaðaflugvelli. Nú segir hann að ég geri líti út því að fólk geti fengið Apex-miða. Ég sé nánast á móti þeim framkvæmdum sem gerðar hafa verið í vegamálum. Þetta er alveg með eindæmum og einkennandi fyrir málflutning hæstv. samgrh. að þegar maður vill eiga við hann málefnalega umræðu þá svarar hann út í hött. Ég var einfaldlega að finna að því að samgrh. leyfir sér að finna að því við fyrrv. ríkisstjórn að t.d. taka lán til að gera Vestfjarðagöng. Það er vondur hlutur ef fyrrv. ríkisstjórn gerir það, en það er mjög gott að taka lán til þess að gera vegaframkvæmdir ef núv. ríkisstjórn gerir það. Ég var ekki að deila á þessar framkvæmdir, það eru náttúrlega bara útúrsnúningar. En hins vegar finnst mér alveg stórkostlegt ef hluturinn er góður ef þessi ríkisstjórn gerir hann, vondur ef fyrrv. ríkisstjórn gerir hann, þó það sé um nákvæmlega sama hlutinn að ræða.