Fjáraukalög 1993

48. fundur
Fimmtudaginn 02. desember 1993, kl. 21:02:15 (2175)


[21:02]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Vegna fsp. hv. 2. þm. Austurl. skal það tekið fram að það hefur verið gert ráð fyrir því að flytja þau frv. sem hv. þm. spurði um. Vegna sérstakrar spurningar hans um jöfnunaraðgerðir þeim til aðstoðar sem hafa orðið fyrir mestum skaða út af þorskbresti, þá liggur það fyrir að ríkisstjórnin hefur tekið ákvarðanir um að bæta þann skaða með því að nota aflaheimildir Hagræðingarsjóðs í því skyni. Það var ítrekað í umræðum fyrir ekki löngu síðan á hinu háa Alþingi að við þá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar yrði staðið og ég hef á þessu stigi engu við það að bæta. Það mun koma frv. fram þar að lútandi.