Fjáraukalög 1993

48. fundur
Fimmtudaginn 02. desember 1993, kl. 22:09:48 (2196)


[22:09]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það kemur auðvitað í ljós að það vantar þessa heildarstefnu í heilbrigðismálum, hvernig má nýta þær heilbrigðisstofnanir sem fyrir eru í landinu. En ef svo fer sem horfir að það verða ekki skýr verkaskipti á Reykjavíkursvæðinu þá verða þær 700 millj. sem spara á úti um landið að litlu gagni ef hér á að fara fram brjáluð samkeppni milli þessara tveggja hátæknisjúkrahúsa. Þess vegna verður að liggja áður en lengra verður haldið skýr stefna í heilbrigðismálum almennt fyrir landið allt.