Fjáraukalög 1993

48. fundur
Fimmtudaginn 02. desember 1993, kl. 22:17:14 (2203)


[22:17]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér þykir það slæmt ef ég hef misst af þessari gagnmerku ræðu hæstv. heilbr.- og trmrh. hér áðan. Það er slæmt. Vonandi fæ ég annað tækifæri til að hlusta á hann síðar. Hins vegar er spurningu minni ósvarað, og það segir auðvitað allt um vinnubrögð ráðherrans, að hann treystir sér enn ekki til að taka þá ákvörðun hvar þessi barnadeild á að lenda. Kannski eins gott að hann taki enga ákvörðun vegna þess að að þær ákvarðanir sem hæstv. ráðherra tekur standast ekki frá morgni til kvölds og er erfitt fyrir þá aðila sem þurfa að búa við þessar ákvarðanatökur ráðherrans, og kannski, sem betur fer, tekur ráðherrann enga ákvörðun í þessu efni og það verði bara tilviljun hvar þetta lendir allt saman.