Fjáraukalög 1993

48. fundur
Fimmtudaginn 02. desember 1993, kl. 22:19:37 (2205)


[22:19]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Í fyrsta lagi er óþarfi að endurtaka vangaveltur hv. þm. um Landakotið. Ég sagði: Þar hafa verið erfiðleikar áður og það er ekki nýtt undir sólinni.
    Í öðru lagi um Þvottahús Ríkisspítalanna. Það er óþarfi að ég endurtaki það líka. Ég sagði að fyrir 2. umr. fjárlaga mundi frá mér heyrast um þau mál nánar.
    Þriðja atriðið var, virðulegi þingmaður, um . . .   ( GB: Um samninga við hjúkrunarfræðinga.) samninga við hjúkrunarfræðinga. Virðulegur þingmaður heyrði það rétt að um það var rætt á sínum tíma, og ég hygg að forsvarsmenn sjúkrahússins hljóti að hafa látið þess getið í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna að um það var samkomulag að Ríkisspítalar bæru þann viðbótarkostnað sjálfir á næsta ári.