Fjáraukalög 1993

48. fundur
Fimmtudaginn 02. desember 1993, kl. 22:21:53 (2207)


[22:21]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Aðeins um þetta örstutt. Vitaskuld stendur ekki til og hefur aldrei að draga til baka þá hækkun sem frá hefur verið gengið við hjúkrunarfræðinga og undirrituð hefur verið af til þess bærum yfirvöldum. Það gefur auga leið. Hér er einfaldlega verið að segja að það er verkefni forsvarsmanna Ríkisspítalanna, sem velta á sjöunda milljarð kr., að finna leiðir til þess að mæta þessum útgjaldaauka.