Fjáraukalög 1993

48. fundur
Fimmtudaginn 02. desember 1993, kl. 23:34:38 (2217)

           [23:34]
     Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Þessi yfirlýsing var mjög athyglisverð og gengur nú nokkuð lengra en yfirlýsing hæstv. sjútvrh. En ekki voru nú tímasetningarnar nákvæmar frekar fyrr en síðar, vegna þess að það hefur verið rakið hér að tímaskyn hæstv. ríkisstjórnar er dálítið sérkennilegt. Ég er ekki alveg viss um að ,,fyrr en síðar`` þýði að þessi frv. komi fram í desember. ,,Upphaf`` er mjög teygjanlegt í orðabók hæstv. ríkisstjórnar. En ég fagna því mjög ef það er rétt að þessi frv. komi fram í desember en vil nú spyrja enn hæstv. forsrh., hvort ,,fyrr en síðar`` þýði t.d. að frv. komi fram í næstu viku? Er það svo? Það eru ekki margar vikur að verða eftir af desembermánuði. Ég held að það séu ekki nema þrjár vikur til jóla. Þannig að þau hljóta þá að koma fram nú eftir helgina. Eða er ekki svo?