Uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla

51. fundur
Þriðjudaginn 07. desember 1993, kl. 17:33:52 (2298)


[17:33]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. e. er kominn á undanhald í þessari umræðu af sinni hálfu og ég skil það

mætavel. Ég hef aldrei hlaupið frá þeirri ábyrgð sem ég hef tekið á mínar herðar með því að samþykkja samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Ég var sammála þeim ákvæðum um fjárfestingar útlendinga sem eru í gildandi lögum þó á þeim kunni að vera nokkrir hnökrar. En hv. þm. getur náttúrlega ekki hlaupist undan þeirri ábyrgð að hann var í þeirri ríkisstjórn sem hóf samningana við EES, hann var í þeirri ríkisstjórn sem setti fram tillöguna um það hvernig eignarréttarfyrirvarinn var orðaður og endanleg niðurstaða samninganna var í samræmi við það. Og frá þeirri ábyrgð getur hv. þm. ekki hlaupist hvað sem hann reynir með hundakúnstum í ræðustól á Alþingi og víðar um landið.