Fjáraukalög 1993

51. fundur
Þriðjudaginn 07. desember 1993, kl. 22:09:52 (2333)


[22:09]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég skal reyna að senda hv. nefnd þær upplýsingar sem hægt er að ná um þetta mál og hvernig það hefur þróast. Mér finnst eðlilegt líka að hv. nefnd sjái samninginn þegar hann hefur verið gerður, hann er aðeins í drögum eins og er. Mér finnst einnig eðlilegt að nefndin sjái niðurstöðu Ríkisendurskoðunar sem reiknaði þetta mál út fyrir okkur og fór ofan í innheimtukerfið hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og var á sömu skoðun og fjmrn. að það væri alls ekki hækkuninni sem væri um að kenna að öllu leyti heldur kæmu önnur atriði til.
    Loks vil ég segja að það er rétt sem fram hefur komið að sparnaður í ár er sáralítill, ef nokkur. Á næsta ári er gert ráð fyrir því í samningum við sveitarfélögin að það komi ekki nýir fjármunir úr ríkissjóði til

Jöfnunarsjóðsins heldur beri hann kostnaðinn af þessu þannig að sá sparnaður sem á móti kom, útgjaldasparnaður, hann heldur áfram. En útgjöld af þessu tagi sem renna til Jöfnunarsjóðsins verða aðeins í ár.