Fjölgun frystitogara

52. fundur
Miðvikudaginn 08. desember 1993, kl. 13:40:55 (2347)


[13:40]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Það er í sjálfu sér tilgangslaust að vera að tyggja ofan í hv. þm. það sem gert hefur verið. Það hafa verið samþykkt alveg ný lög sem takmarka umsvif þessara skipa og gera miklu meiri kröfur til þeirra en áður hefur verið gert. En hv. þm. þarf auðvitað að svara því hvort þessi nýsamþykktu lög eru að hans dómi ófullnægjandi og ef svo er, hvað vill hv. þm. þá gera? Vill hann banna fjölgun þessara togara? Vill hann banna starfrækslu þeirra togara sem eru fyrir hendi í dag? Vill hann breyta þeim lögum um framsal aflaheimilda sem hann sjálfur samþykkti fyrir rúmlega tveimur árum síðan? Hann þarf að upplýsa um þessa afstöðu sína áður en hann sendir skeyti af því tagi sem hann hefur verið með hér í dag.