Fjáraukalög 1993

52. fundur
Miðvikudaginn 08. desember 1993, kl. 14:11:00 (2368)


[14:11]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Virðulegi forseti. Í umræðum hér í gærkvöldi sagði hv. 8. þm. Reykn. að Hæstiréttur hefði tekið sér laun 50% umfram það sem eðlilegt geti talist og vitnaði þar í útreikninga Ríkisendurskoðunar. Hér er um að ræða mjög alvarleg mistök í útreikningi sem ég vil að verði leiðrétt og sérstaklega vegna þess að fjölmiðlar hafa haft þetta eftir. Sannleikurinn er sá að inn í útreikningana vantar um 12,7 millj. kr. því að aðeins er tekinn einn mánuður í yfirvinnu í stað þess að taka tólf þótt allir dagvinnumánuðurnir séu reiknaðir. Þetta þarf að leiðrétta og vænti ég þess að það verði gert eftir að þessi skýring hefur komið fram.
    Efnislegar umræður fóru fram um málið í 1., 2. og 3. umr. þess. Vísa ég til hennar og mælist til þess að

þessi tillaga ferði felld.