Umræða um skýrslu Byggðastofnunar

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 10:42:56 (2394)


     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Forseti hefur látið þess getið að það voru eðlileg forföll hæstv. forsrh. sem réðu því að skýrsla þessi var eigi rædd þegar hún hafði verið tekin á dagskrá. Það er alkunna og þarf ekki miklar málalengingar við að annir eru í þinginu fyrir jólahlé og óvíst um skýrslur hvort unnt er að taka þær til meðferðar í þinginu á þeim tíma.
    Forseti hefur lýst yfir að hann muni flytja þessar athugasemdir til forsn. En að sjálfsögðu verður þessi skýrsla tekin fyrir hið allra fyrsta eftir að þinghléi lýkur þannig að það er tilefnislaust að gera því

skóna að hún verði ekki rædd á þinginu.
    Ég bið nú hv. þm. að taka þessu þannig að það verði ekki að skera niður ræðutíma því að þessi dagskrárliður má eigi taka nema tiltölulega skamman tíma.