Fjárlög 1994

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 14:43:17 (2408)


[14:43]
     Guðmundur Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. aftur fyrir svörin og ætla ekki að stæla frekar við hann enda hafa þetta ekki verið neinar stælur. Ég vísa þá þeim stælum til þeirra sem á málum þurfa að taka ef ágreiningur kann að vera og ekki kæmi mér það á óvart þó það kynni enn að bera eitthvað á milli í þessum umræðum á milli ríkisvaldsins, hæstv. ríkisstjórnar annars vegar og aðila vinnumarkaðarins hins vegar um það hvernig þessi fyrirheit eru uppfyllt. Það má vera þeirra mál fyrir mér. En ég skildi það svo í máli hæstv. ráðherra að þessi tilfærsla sé þá orðin hluti af þessum 16 eða 17 milljörðum sem í heildina átti að verja til framkvæmda á næsta ári.