Fjárlög 1994

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 16:44:28 (2417)


[16:44]
     Egill Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti Ég var ekki að biðja um neinar yfirlýsingar af hendi hv. 1. þm. Vesturl. Ég var einungis að segja það eitt að það kæmi annað fram í tillögum fjárln. heldur en sá ásetningur sem hv. þm. hafði hér í frammi áðan og var að lýsa, að búnaðarsamböndin væru styrkt við þessa fjárlagagerð. Ég var að vekja athygli á því að ef sú staðhæfing væri rétt, þá væri það rangt sem segði í áliti landbn. Ég er ekkert hræddur við að koma þeim skýringum á framfæri svo að hver geti séð hvar sannleikurinn liggur í þessu máli.