Fjárlög 1994

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 17:53:56 (2432)


[17:53]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. heilbrrh. þessa viljayfirlýsingu, ég tel hana innlegg í málið. Hins vegar vil ég undirstrika það að slík samningagerð, án þess að verkið sé merkt inn í fjárlög, er náttúrlega mjög hæpin. Ég vil því auðvitað gera þá kröfu að fjárln. ræði þetta mál milli 2. og 3. umr. Ég vil fara fram á það og er þá tilbúinn, ef fjárln. vill ræða málið milli 2. og 3. umr., og ég veit að hv. þingmenn Austurl. eru tilbúnir til þess, að draga þá brtt. til baka til 3. umr.