Fjárlög 1994

53. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 00:25:20 (2476)


[00:25]
     Hjörleifur Guttormsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Það er ein einföld spurning sem ég vil bæta við inn í þetta safn sem komið er frá tveimur hv. þm. og hún er: Hvað dvelur formann fjárln.? Hvar er formaður fjárln.? Hvað veldur því að formaður fjárln. sýnir þinginu þá lítilsvirðingu að vera fjarverandi þessa umræðu? Ég læt nú vera þó að hæstv. fjmrh., sem ætti ekki að koma málið ýkja mikið við svona meðan það er í höndum þingsins hérna þó að það sé ágætt að hafa hann nærstaddan en það er tilfinnanlegra að formaður fjárln. skuli ekki sjást hér klukkustundum saman og ég spyr forseta, hvað dvelur og finnst forseta það vera viðeigandi og í rauninni hægt að bjóða þingheimi það að ræða málið og sá sem fer með forræði nefndarinnar, þ.e. formaður nefndarinnar, skuli vera fjarverandi?