Fjárlög 1994

53. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 02:42:52 (2494)


[02:42]
     Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigbjörn Gunnarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Mér þykir ástæðulaust að svara þessum orðum um skæting sem hér fóru fram áðan. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að hv. þm. Svavar Gestsson gat sérstaklega um það að hv. formaður fjárln. heiðraði með nærveru sinni en formaður fjárln. hefur verið viðstaddur lungann úr umræðunni á þessum degi.
    Spurt er hvort ætlunin sé að tryggja í Staðarfelli í Dölum áframhaldandi starfsemi. Hæstv. heilbrrh. hefur svarað því til að hann telji að starfsemi Staðarfells fái rúmast innan marka þeirra fjárveitinga sem ætlaðar eru til starfsemi SÁÁ og á þessari stundu án þess að tekin hafi verið til þess frekari afstaða fær sá sem hér stendur ekki annað séð en að það sé mögulegt.