Fjárlög 1994

53. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 04:03:31 (2505)


[04:03]
     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er ekki tími til þess að fara í gegnum þessa útreikninga til hlítar eins og þyrfti svo að við næðum saman, ég og hæstv. fjmrh. En ég er með tölu sem ég tek upp úr skjölum frá því á síðasta þingvetri um áhrifin af þessum sköttum og það hefur ekkert komið fram sem gefur tilefni til að ætla að þar hafi menn reiknað vitlaust, enda sýnist mér að fjmrn. noti þessar sömu stærðir og forsendur þeirra við gerð fjárlagafrv. fyrir 1994. Í þeim skjölum kemur fram að tekjuskattur upp á 1,5% skili 2.900 millj. kr., lækkun persónuafsláttar skili um 700 millj. kr. og hátekjuskatturinn um 400 millj. eða samtals um 4.000 millj. kr. Ég hygg að menn eigi ekki að þurfa að deila um þá útreikninga núna, þó að það sé nokkuð liðið á nóttu núna í byrjun desember.