Fjárlög 1994

53. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 04:14:35 (2507)


[04:14]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Mig langar til að varpa einni lítilli fyrirspurn til hv. þm. Telur hv. þm. að ef hlutverkaskipan væri þannig hér í þinginu að hann væri í stjórnarandstöðu og hefði flutt þær tillögur sem er að finna á þskj. 342 annars vegar og 345 hins vegar, að þeir hv. þm. sem þar er að finna, annars vegar þingmenn Alþb. og hins vegar þingmenn Framsfl., myndu, ef þeir væru í ríkisstjórn og hefðu verið að standa að tillögum sinna stjórnar að þeir hefðu lýst yfir stuðningi við tillöguflutning hv. þm.? Ef svarið er játandi þá verður fróðlegt að sjá hvernig fer ef þeir skyldu einhvern tímann í framtíðinni komast í stjórn, sem reyndar er óvíst, en ef svarið er neitandi þá spyr maður um tilganginn með þessari yfirlýsingu sem reyndar enginn hlustar á nema fjmrh. og hæstv. forseti.