Fjárlög 1994

53. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 04:15:50 (2508)


[04:15]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það gildir mig einu hverjir hlusta á og það gildir mig líka einu hvaða afstöðu þessir ákveðnu þingmenn hafa, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það er mín eigin sannfæring sem hér skiptir máli. Þetta er málstaður sem ég vil styðja burt séð frá því hverjir flytja tillöguna, hvort sem það eru stjórnarliðar eða stjórnarandstæðingar. Bæði íþróttahreyfingin og vandamál þeirra sem eiga við þann sjúkdóm sem áfengið kallar fram, eiga samúð mína alla, báðir þessir málaflokkar, og ég vil styðja þá, hver sem á frumkvæðið að því að leggja fram tillöguna.