Fjárlög 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 10:59:09 (2517)


[10:59]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir fjármunum til þess að standa við framkvæmd grunnskólalaga eins og þau voru samþykkt vorið 1991 að því er varðar tímafjölda á nemendur og að því er varðar fjölda nemenda í bekk. Hér er um að ræða mikilvægt undirstöðuatriði fyrir skólaþróun í landinu og framtíðarþróun lífskjara. Hér er í raun og veru um að ræða lága upphæð með hliðsjón af því hve mikið er í húfi fyrir þjóðina alla og þess vegna er mikilvægt að Alþingi samþykki tillögu af þessu tagi.