Fjárlög 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 11:21:21 (2523)

[11:21]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin flytur í fjárlagafrv. tillögu um sjúklingaskatt, þann fyrsta sem tekinn yrði upp hér á landi fyrir það fólk sem þarf að fara í áfengismeðferð. Við þingmenn Alþb. leggjum til að horfið verði frá þessum áformum og að sértekjuliðurinn hjá SÁÁ verði lækkaður sem nemur þessum sérstaka skatti sem á að leggja á þessa sjúklinga. Við teljum að hér sé um að ræða mikilvægt grundvallaratriði vegna þess að ef þessi skattur verður samþykktur, hér, þá sé yfirvofandi hætta á því að skattlagning sé að halda innreið sína í heilbrigðiskerfið í heild og menn verði ekki spurðir fyrst: Hvað er að þér? heldur: Hvað áttu í veskinu? áður en þeir verða lagðir inn á heilbrigðisstofnanir. Við mótmælum þessu, flytjum því þessa brtt. Ég segi já við henni, forseti.