Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 14:29:47 (2545)


[14:29]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. heilbrrh. sagði að það þekktust dæmi um misnotkun og ég trúi því vel. Í öllum kerfum þekkjast dæmi um misnotkun. Í öllum bótaflokkum. En spurningin er sú, af því að það þekkjast dæmi um misnotkun, hvort þess vegna sé ástæða til að skrúfa algjörlega fyrir. Hvort það sé ekki heldur ástæða til þess að takast á við þá misnotkun í staðinn fyrir að láta þá sem síst skyldi gjalda þess að einhver misnotar kerfið.