Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 16:56:52 (2565)


[16:56]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Á töflu á bls. 293 í fjárlagafrv. fyrir árið 1994 kemur fram hver niðurskurðurinn er í menntmrn. Hann er á háskólum og rannsóknum 162 millj., framhaldsskólum og sérskólum 130 millj., grunnskólum og sérskólum 355 millj., Lánasjóði íslenskra námsmanna 967,8 millj., samtals 1.623,4 millj. kr. eða 1,6 milljarðar kr. samkvæmt upplýsingum menntmrh. sjálfs. Það þýðir ekki fyrir hann að neita því að skólakerfið, menntakerfið á Íslandi hefur verið skorið mjög alvarlega niður í hans tíð.