Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 16:59:20 (2568)


[16:59]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég þarf held ég ekki nema eina mínútu. Það er rétt að ég skipaði að beiðni útvarpslaganefndar þriggja manna nefnd til að athuga sérstaklega með skipulag Ríkisútvarpsins vegna þess að útvarpslaganefndin taldi sig ekki hafa stöðu til þess að fara beint inn í Ríkisútvarpið. Hún er að semja ný útvarpslög sem gilda auðvitað ekki bara um Ríkisútvarpið og ég fékk til þess innanhússmenn hjá Ríkisútvarpinu að fara í það mál.
    Það álit er afhent beint til útvarpslaganefndar og ég hef ekki talið ástæðu til að dreifa því neitt.

Það er útvarpslaganefnd sem fær það sem sagt til athugunar fyrir sitt starf, þetta er ekki álit sem ég tek sérstaklega sem ráðherra til athugunar eða yfirvegunar heldur er þetta vinnuplagg, má segja, fyrir útvarpslaganefndina sjálfa. En þetta var eitt af þeim atriðum sem nefndinni var falið að kanna, hvort það kynni að vera heppileg leið að skilja milli hljóðvarps og sjónvarps og um það eru að sjálfsögðu bollaleggingar ef svo má segja í þessu nál. Meira get ég ekki sagt um það.